Innlent

Mál fyrrverandi yfirlæknis tekið fyrir í Héraðsdómi

MYND/Vísir

Mál Stefáns Einars Matthíassonar, fyrrverandi yfirlæknis á Landspítalanum, gegn spítalanum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Stefáni var vikið úr starfi yfirlæknis á æðaskurðlækningadeild Landspítalans síðastliðið haust eftir að hann neitaði að hætta rekstri læknastofu sem hann starfrækti meðfram störfum sínum á spítalanum. Stefán var upphaflega áminntur af stjórn spítalans og að sögn lögmanns Stefáns freistar hann þess nú að fá áminninguna dæmda ólögmæta. Ef það verði niðurstaðan sé kominn grundvöllur fyrir skaðabótamáli á hendur Landspítalanum. Héraðsdómur frestaði málinu í morgun til 7. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×