Innlent

Apóteksræninginn enn ófundinn

Ungi maðurinn sem rændi apótekið við Smiðjuveg í Kópavogi um hádegisbil í gær er enn ófundinn. Lögreglan í Kópavogi hélt uppi víðtækri eftirgrennslan í gær en án árangurs. Maðurinn, sem hótaði starfsfólki með hnífi og komst undan með eitthvað af lyfjum í Bónuspoka, er talinn vera innan við tvítugt, lágvaxinn, í útivistarúlpu, steingrárri hettupeysu, dökkum buxum og svörtum strigaskóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×