Innlent

MTV tónlistarhátíðin kostar um það bil 1,5 - 2 milljarða króna

Það kostar á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða að halda tónlistarhátíð evrópudeildar sjónvarpsstöðvarinnar MTV hér á landi. Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri True North, segir það ekki vera spurningu um hvort hátíðin verði haldin hér á landi heldur hvenær.

Menntamálaráðherra kynnti á dögunum áform ríkisstjórnar Íslands um að styrkja November Event um þrjár milljónir króna til að geta gengið frá umsókn sinni um að halda hátíðna hér á landi. True North er samstarfsaðili November Event og segir Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri True North, styrkinn hafa gríðarlega þýðingu fyrir umsóknarferlið, hann auki trúverðuleika hennar og rennur að auki upp í rekstrarkostnað fyrirtækisins en umsóknarferlið er mjög langt og flókið.

Helga segir enn fremur að hátíð sem þessi sé mikil kynning fyrir land og þjóð. Áætlað er að þrjú til fjögurþúsund manns kæmu til landsins gagngert til að vera viðstatt hátíðina. Í fyrstu stóð til að fá hátíðina til landsins nú í ár en það náðist ekki og því er stefnt að því að fá hana til landsins á næsta ári. Helga Margrét segir að ef það gangi ekki eftir muni verða sótt hart að því að fá hana árið þar á eftir, um langtímamarkmið sé að ræða og því ekki svpurning um hvort hátíðin verður haldin hérlendis heldur hvenær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×