Innlent

Engin ólga á Íslandi vegna skopteikninga af Múhameð spámanni

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra.
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra. MYND/Einar Ólason

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, segir ráðuneyti sitt hafa engar sérstakar upplýsingar um að á Íslandi hafi komið til sérstakra árekstra eða vart hafi orðið við ólgu vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni sem birst hafa í evrópskum blöðum síðustu vikurnar. Þetta kom fram í utandagskrárumræðu um stöðu útlendinga á Íslandi á Alþingi í dag.

Málshefjandi var Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins. Hjálmar sagði tilefni umræðunar biting skopmyndanna. Þegar rétt sé um þær sé annars vegar byggt á ómældri virðingu fyrir tjáningarfrelsinu og hins vegar virðingu fyrir umfjöllun um trúarbrögð. Umræðan um nýbúa á Íslandi haf hingað til aðallega snúist um erlent vinnuafl sem dvelji hér tímabundið. Hann vilji beina sjónum sínum að þeim sem setjist hér að til frambúðar. Hjálmar spurði hvort nóg væri að gert til að bjóða þá velkomna.

Félagsmálaráðherra sagðist hafa snemma gert sér grein fyrir því að byggja þyrfti upp þjónustu við innflytjendur hér á landi með markvissari hætti. Því hafi verið skipað sérstakt innflytjendaráð í haust og starfrækt hafi verð fjölmenningarsetur. Auk þess ræddi ráðherra um skipan sérstaks samráðshóps trúfélaga með þátttöku þjóðkirkjunnar og Alþjóðahúss. Þar gæti skapast verðmætur vettvangur skoðanaskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×