Innlent

Sex skipasmíðastöðvar valdar

Varðskipin Týr og Ægir á æfingu.
Varðskipin Týr og Ægir á æfingu. MYND/Vilhelm

Ríkiskaup hafa valið sex skipasmíðastöðvar til þátttöku í útboði á smíði nýs varðskips úr hópi fimmtán skipasmíðastöðva sem sýndu áhuga á útboðinu. Þrjár skipasmíðastöðvanna eru norskar, sú fjórða hollensk, fimmta þýsk og sú sjötta frá Sjíle.

Meðal skilyrða sem sett voru fyrir þátttöku í útboðinu var að skipasmíðastöðin gæti afhent nýja varðskipið innan þrjátíu mánaða frá undirritun samnings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×