Ekki svigrúm fyrir allar framkvæmdir í stóriðju 21. febrúar 2006 19:13 Forsætisráðherra segir áform um frekari stóriðju í mikilli óvissu og hann telur ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem séu í umræðunni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt hafi breyst úr því að vera stöðugar í neikvæðar.Ráðherrann segir þetta viðvörun en neitar því að ríkisstjórnin hafi gert mistök í hagstjórninni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur að aukinn viðskiptahalli og hratt vaxandi erlendar skuldir séu hættumerki í þjóðarbúskapnum. Meðan ekki sé gripið til samstilltra aðgerða aukist líkur á því að efnahagskerfið fái harkalega lendingu. Stjórnvöld sitji hjá þar sem þau telji að ástæðunnar sé að leita í einkageiranum og vandinn muni leysast að sjálfu sér. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir mat Fitch nokkurs konar viðvörun. Þarna sé verið að benda á að það sé mikill hiti í efnahagslífiinu og það sé rétt. Vextir hafi hækkað mikið hér á undanförnum mánuðum án þess að það hafi skilað árangri í að stöðva útlánaaukningu bankanna. Halldór segir að ríkisstjórnin taki þetta alvarlega enmikilvægt séað bankarnir taki á sínum málum.Aðspurður hvort gerð hafi verið mistöki í hagstjórninni eins og sumir hagfræðingar hafi haldið fram segist Halldór ekki vilja tala um mistök. Það sé hins vegar mikill uppgangur og bjartsýni í þjóðfélaginu og hann telji að sumir vanmeti getu íslenska hagkerfisins til að taka á sveiflum. Íslendingar búi við mjög sveigjanlegt kerfi. Halldór segir enn fremur að muni eftir því að árið 2001 hafi margir verið svartsýnir í spám en það hafi tekist að lenda efnahagslífinu bærilega. Hann trúi því að takist líka núna. Áform um frekari stóriðju hafa verið í umræðunni en er það skynsamlegt við núverandi aðstæður? Halldór segir það í mikilli óvissu en ef af því verði telji hann skynsamlegt að framkvæmdum sé dreift skynsamlega yfir langan tíma. Að hans mati sé ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem rætt hafi verið um að undanförnu enda sé ekki til rafmagn í þær allar. Hann telji því ekki rétt að ganga út frá því sem gefna að það sé orðinn hlutur. Breyttar horfur gætu leitt til lækkunar á lánshæfismati og aukið líkurnar á efnahagskreppu að mati KB banka. Krónan veiktist um 4,75 prósent í kjölfar tíðindanna og úrvalsvísitalan lækkaði um 3,24 prósent. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Forsætisráðherra segir áform um frekari stóriðju í mikilli óvissu og hann telur ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem séu í umræðunni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt hafi breyst úr því að vera stöðugar í neikvæðar.Ráðherrann segir þetta viðvörun en neitar því að ríkisstjórnin hafi gert mistök í hagstjórninni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur að aukinn viðskiptahalli og hratt vaxandi erlendar skuldir séu hættumerki í þjóðarbúskapnum. Meðan ekki sé gripið til samstilltra aðgerða aukist líkur á því að efnahagskerfið fái harkalega lendingu. Stjórnvöld sitji hjá þar sem þau telji að ástæðunnar sé að leita í einkageiranum og vandinn muni leysast að sjálfu sér. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir mat Fitch nokkurs konar viðvörun. Þarna sé verið að benda á að það sé mikill hiti í efnahagslífiinu og það sé rétt. Vextir hafi hækkað mikið hér á undanförnum mánuðum án þess að það hafi skilað árangri í að stöðva útlánaaukningu bankanna. Halldór segir að ríkisstjórnin taki þetta alvarlega enmikilvægt séað bankarnir taki á sínum málum.Aðspurður hvort gerð hafi verið mistöki í hagstjórninni eins og sumir hagfræðingar hafi haldið fram segist Halldór ekki vilja tala um mistök. Það sé hins vegar mikill uppgangur og bjartsýni í þjóðfélaginu og hann telji að sumir vanmeti getu íslenska hagkerfisins til að taka á sveiflum. Íslendingar búi við mjög sveigjanlegt kerfi. Halldór segir enn fremur að muni eftir því að árið 2001 hafi margir verið svartsýnir í spám en það hafi tekist að lenda efnahagslífinu bærilega. Hann trúi því að takist líka núna. Áform um frekari stóriðju hafa verið í umræðunni en er það skynsamlegt við núverandi aðstæður? Halldór segir það í mikilli óvissu en ef af því verði telji hann skynsamlegt að framkvæmdum sé dreift skynsamlega yfir langan tíma. Að hans mati sé ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem rætt hafi verið um að undanförnu enda sé ekki til rafmagn í þær allar. Hann telji því ekki rétt að ganga út frá því sem gefna að það sé orðinn hlutur. Breyttar horfur gætu leitt til lækkunar á lánshæfismati og aukið líkurnar á efnahagskreppu að mati KB banka. Krónan veiktist um 4,75 prósent í kjölfar tíðindanna og úrvalsvísitalan lækkaði um 3,24 prósent.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira