Innlent

Jón Sullenberger spurður um bílaviðskipti í Baugsmálinu

Framhald á aðalmeðferð í Baugsmálinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Vitnaleiðslur yfir Jóni Gerald Sullenberger standa nú yfir, hann er spurður í þaula um milligöngu hans um bílaviðskipti, en fjórir ákæruliðir af átta lúta að þeim.

Fyrir upphaf þinghalds í morgun óskuðu verjendur eftir því að fulltrúar efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra yrðu ekki viðstaddir vitnaleiðsluna og urðu þeir við því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×