Innlent

Stokkseyringar setja upp álfver

Elfar Guðni og dætur hans verða í góðum félagsskap í Hólmaröst þegar álf-verið opnar.
Elfar Guðni og dætur hans verða í góðum félagsskap í Hólmaröst þegar álf-verið opnar. MYND/Egill Bjarnason

Í Menningarverstöðinni í Hólmaröst á Stokkseyri verður álfum og tröllum búið afdrep í rúmlega 1000 fermetra sal á fyrstu hæðinni. Þarna munu ferðamenn og aðrir áhugamenn um íslenska þjóðmenningu geta komið og kynnst þessum athyglisverðu verum.

Frá því fiskvinnsla lagðist af í húsinu hefur Hólmaröst hýst drauga og listamenn, þar er hið fræga Draugasetur auk aðstöðu fyrir listamenn og til listsýninga. Álfar og tröll verða því í góðum félagsskap í gamla frystihúsinu.

Vinna við sýningarsalinn er á frumstigi en vonast er til að náist að opna fyrir sumarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×