Innlent

Utandagskrárumræða á Alþingi um tálbeitunotkun

Úr Kompás á Stöð 2 og NFS í gær.
Úr Kompás á Stöð 2 og NFS í gær.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi um heimildir lögreglu til að leita uppi barnaníðinga.

Björgvin segir umfjöllun Kompáss á Stöð 2 og NFS í gærkvöldi, um eldri karlmenn sem leita uppi kynlíf með börnum, óhugnarlega. Það sem hafi gert þáttin áhrifaríkari hafi verið notkun á tálbeitum til að draga slíka menn fram í dagsljósið.

Lögreglu sé ekki heimilt að nota tálbeitur með þessum hætti nema sterkur grunur leiki á að alvarlegt afbrot sé í vændum. Spurning sé hvort það sé ekki áhrifarík og réttlætanleg leið að nota tálbeitur í þessum tilgangi.

Björgvin segir að ræða þurfi á vettvangi þingsins hvort ekki verði að rýmka heimildir lögreglunnar til að nota tálbeitur og því hafi hann óskað eftir utandagskrárumræðu um þetta málefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×