Innlent

Ætla að mótmæla skerðingu náms

Nemendur Menntaskólans á Akureyri hyggjast fella niður nám á miðvikudaginn í næstu viku, til að mótmæla skerðingu náms til stúdentsprófs. Í tilkynningu á heimasíðu skólablaðs skólans segir að eftir annan tíma á miðvikudaginn sé stefnan sett á mótmælafund á Ráðhústorginu á Akureyri og ekki verði mætt aftur í skólann fyrr en eftir annan tíma á fimmtudag. Þetta sé í samræmi við áætlaða skerðingu náms til stúdentsprófs, sem jafngildi einum kennsludegi af fimm í viku. Nemendurnir sem standa fyrir þessu segjast vonast til að uppátækið muni vekja athygli fjölmiðla og hafa áhrif á stefnu menntamálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×