Innlent

Slapp betur en útlit var fyrir

Maður á miðjum aldri sem kastaðist af vélsleða á Langjökli í gær, hefur verið útskrifaður af slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Maðurinn, sem er leiðsögumaður, var á ferð með vélsleðahóp um miðjan dag í gær, þegar hann keyrði á grjóthaug og kastaðist af sleðanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð til, sótti manninn í Reykholtsdal og flutti hann til Reykjavíkur. Eftir ítarlegar rannsóknir á manninum í gærkvöldi þótti óhætt að senda hann heim, enda meiðslin ekki nærri jafnalvarleg og óttast var í fyrstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×