Innlent

Fjölbreyttur hópur mæðra og barna

Hópur kvenna af erlendum uppruna hittist reglulega í foreldrahópi í Alþjóðahúsinu. Konurnar eiga það sameiginlegt að vera bæði mæður og búsetar á Íslandi en feður barna þeirra eru flestir íslenskir.

Það er Laura Guerra sem er konan á bak við foreldrahópsins en haustið 2004 fóru hún og nokkrar aðrar mæður að hittast reglulega. Fyrst um sinn var engin skipulögð starfsemi en síðan vatt hugmyndin upp á sig og svo fór að hún og nokkrar aðrar konur fengu aðstöðu í Alþjóðahúsinu. Foreldrahópurinn hittist á hverjum fimmtudegi en Laura segir það misjafnt hversu margir komi hverju sinni. Hún segir að það séu einkum mæður sem mæti með börn sín, sem flest eigi það sameiginlegt að eiga íslenska feður. Laura segir félagsskapin kjörinn til að bera saman bækur sínar og fá ráð hjá öðrum foreldrum, ekki síður en að ræða mál líðandi stundar. Feður eru þó velkomnir og þegar fréttamann bar að garði í dag, var einn faðir á svæðinu, Carsten eiginmaður Lauru, ásamt dóttur þeirra.

Danielle Pamela Neben er nýbökuð móðir og þetta er í annnað skiptið sem hún hittir foreldrahópinn. Hún er kanadísk og gift íslenskum manni. Hún segir að hópurinn sé góð leið til að hittast og ræða það sem sé að gerast á íslandi og hvað sé í boði fyrir foreldra. Danielle segir gaman að hittaáðra útlendinga og hópurinn sé góður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×