Innlent

Ökumaður vörubílsins dæmdur í 60 daga fangelsi

MYND/Vísir

Ökumaður vörubílsins sem lenti í árekstri við strætisvagn síðastliðið sumar, með þeim afleiðingum að vagnstjórinn missti báða fótleggi neðan við hné, var í Héraðsdómi í fyrradag dæmdur í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir stórvítavert gáleysi við akstur. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa ekið gegn rauðu ljósi, á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar þar sem slysið átti sér stað, og að hafa sýnt vítavert gáleysi með því að aka þungum vörubíl nærri lögleyfðum hámarkshraða inn á fjölfarin gatnamót. Þá hafði ábyrgðatrygging vörubílsins verið felld úr gildi þegar atburðurinn varð og telur dómurinn það einnig sérstaklega vítavert. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði, dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt og og allan sakarkostnað upp á rúmlega eina milljón króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×