Erlent

Öryggisgæslu ábótavant

Gloria Arroyo, forseti Filipseyja, ræðir við fólk sem missti ættingja sína í troðningi við íþróttaleikvang í Manila.
Gloria Arroyo, forseti Filipseyja, ræðir við fólk sem missti ættingja sína í troðningi við íþróttaleikvang í Manila. MYND/AP

Rannsókn yfirvalda á Filipseyjum hefur leitt í ljós að öryggisgæslu við íþróttaleikvang í höfuðborginni, Maníla, hafi verið ábótavant þegar 75 létu lífið og rúmlega 500 slösuðust í miklum troðningi í síðustu viku.

Meðal þeirra sem létu lífið voru börn og gamalmenni en um 30 þúsund manns höfðu safnast saman við leikvanginn en þar átti að kvikmynda vinsælan spurningaþátt. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar er að sjónvarpsstöðin, sem framleiðir þáttinn, hafi ekki hagað öryggismálum við leikvanginn sem skyldi en hann taki aðeins tæplega 20 þúsund manns.

Arroyo, forseti Filipseyja, hefur heitið því að þeir sem teljist ábyrgir verði sóttir til saka og þeim refsað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×