Erlent

Sprengja á veitingastað í San Fransisco

Mynd/Vísir

Sprengja fannst á einum veitingastað Starbucks kaffihúsakeðjunnar í San Fransisco í gær. Það var einn starfsmaður veitingastaðarins sem fann hana á baðherbergisgólfi staðarins. Var húsið því rýmt og sprengjusérfræðingar kallaðir til sem aftengdu sprengjuna. Ekki er vitað hver kom henni fyrir en að sögn lögreglunnar þar í borg hefði hún valdið miklu tjóni, hefði sprengjan sprungið. Engin viðvörun barst og er málið í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×