Innlent

Allt að 200 manns fórust í aurskriðu í Indónesíu

Erfiðlega hefur gengið að koma fórnarlömbum aurskriða og flóða til aðstoðar í Indónesíu vegna skemmda á samgöngumannvirkjum.
Erfiðlega hefur gengið að koma fórnarlömbum aurskriða og flóða til aðstoðar í Indónesíu vegna skemmda á samgöngumannvirkjum. MYND/AP

Talið er að allt að 200 manns hafi farist þegar aurskriða féll á þorp í um 130 kílómetra fjarlægð frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu, í gær en aurskriðan reif með sér heilt þorp og hafa björgunarmenn aðeins fundið tólf manns á lífi. Þá eyðilögðust brýr og vegir sem hefur gert björgunarmönnum enn erfiðara fyrir sem og veðrið en mikið hefur rignt á svæðinu síðustu vikur. Milljónir manna búa upp til fjalla í Indónesíu og hefur dánartíðni vegna aurskriða hækkað mikið á síðustu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×