Innlent

Meleyri lokað

Einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga verður lokað innan skamms þar sem öllum 20 starfsmönnunum verksmiðjunnar hefur verið sagt upp. Þá verða aðeins sex til sjö rækjuverksmiðjur eftir í rekstri hér á landi en þær voru 20 fyrir nokkrum árum.

Talsmenn Meleyrar segja í viðtali við Morgunblaðið að lækkandi afurðaverð á heimsmarkaði, kostnaðarauki innanlands, meðal annars vegna launahækkana, og sterk staða krónunnar hafi lagst á eitt við að kippa rekstrargrundvellinum undan verksmiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×