Innlent

Mikil stemming hjá eldri borgurum

MYND/Gunnar

Það var þétt setinn bekkurinn í Gerðubergi í dag þegar menningarhátíð eldri borgara var sett. Í salnum voru fleiri en eldri borgarar enda hefur verið unnið að því hörðum höndum í Breiðholtinu að brúa kynslóðabilið.

Menningarhátíðin byrjaði með málþingi um félagsstarf og félagsþjónustu eldri borgara og söng kór félags eldri borgara í hléinu. Að því loknu voru opnaðar bæði handverkssýning og ljóðasýning með verkum listfengra eldri borgara. Á morgun byrjar fjörið með íþróttum og leikfimi í íþróttamiðstöðinni við Austurberg og svo verður söng- og gamanskemmtun í Hólabrekkuskóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×