Innlent

Nýsköpunarverðlaunin ekki fyrir konur?

Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. MYND/Gunnar V. Andrésson

Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir að sér virðist sem hvatningu Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands í ár hafa ekki verið beint til ungra kvenna. Verðlaunin voru veitt í gær og að þessu sinni voru þau gefin af Viðskiptaháskólanum. Fjögur verkefni voru tilnefnd og voru þau öll unnin af karlmönnum. Leiðbeinendur þeirra voru einnig karlar. 140 verkefni komu til greina.

Runólfur fjallar um þetta á vefsíðu sinni. Hann spyr hvort það geti verið að á meðal 140 ungra fræðimanna hafi ekki verið nein hæf kona og hvort ungar konur í íslensku fræðasamfélagi séu óhæfar eða einskis metnar. Hann spyr einnig hvaða skilaboð vísinda- og fræðasamfélagið sé að senda til kvenna.

Pistillinn á vefsíðu Runólfs Ágústssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×