Innlent

Einn maður slasaðist í bílveltu

Einn maður slasaðist þegar bíll sem hann ók fór út af veginum í Fljótsdal. Svo virðist sem maðurinn hafi misst stjórn á bílnum til hægri og við það kippt í stýrið með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum vinstra megin og valt niður bratta hlíð. Sjúkraflugvél frá Akureyri var send til að sækja manninn og að sögn vakthafi læknis á slysadeild Fjörðungssjúkrahússins á Akureyri er maðurinn fótbrotinn og með brotið herðablað og gengst nú undir aðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×