Innlent

Ekki samstaða um hvort að vændiskaup eigi að vera refsiverð

MYND/NFS

Ekki náðist samstaða um hvort gera ætti kaup á vændi refsiverð í starfshóp sem dómsmálaráðherra skipaði árið 2004 og farið hefur yfir málið. Starfshópurinn kannaði mismunandi löggjöf um vændi á Norðurlöndum og víðar.

Starfshópurinn hefur nú skilað skýrslu en þar má finna ítarlega umfjöllun um löggjöf sem snertir vændi og vændiskaup. Sérstaklega er farið í kosti og galla þess að gera vændiskaup refsiverð. Starfshópinn skipuðu Kolbrún Halldórsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Gunnar Örn Örlygsson, Jónína Bjartmarz, Ásta Möller og Ragna Árnadóttir sem var formaður starfshópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×