Innlent

Lithái úrskurðaður í farbann

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. MYND/Valgarður Gíslason

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun Litháa á fertugsaldri í farbann til 24. mars næstkomandi vegna rannsóknar á amfetamínsmygli. Maðurinn er búsettur hér á landi.

Gæsluvarðhald yfir tveimur Litháum, sem einnig tengjast málinu, rennur út klukkan fjögur í dag. Fyrir þann tíma verður tekin afstaða til þess hvort óskað verður eftir að það verði framlengt.

Síðarnefndu mennirnir tveir voru teknir með amfetamín í fórum sínum við komu til landsins í byrjun febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×