Innlent

Nýr framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs

Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins samþykkti á fundi sínum í gær, 6. júlí, að ráða Finnboga Jónsson, sem framkvæmdastjóra sjóðsins. Finnbogi er fæddur á Akureyri 18. janúar 1950 . Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1970, fyrrihlutaprófi í eðlisverkfræði frá HÍ 1973, lokaprófi í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð 1978 og lokaprófi í rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi sama ár.

Finnbogi kenndi við Gagnfræða- og Iðnskóla Vestmannaeyja 1970-71, var deildarstjóri og sérfræðingur í iðnaðarráðuneytinu 1979-82, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. 1982-86, forstjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað frá 1986-1999, forstjóri Íslenskra sjávarafurða hf. 1999, starfandi stjórnarformaður Samherja hf. 2000 - 2005 og framkvæmdastjóri SR-Mjöls h/f. frá 2003.

Þá hefur Finnbogi auk þessa setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka og stofnana. Alls bárust 40 umsóknir um starfið. Finnbogi Jónson mun taka til starfa hjá Nýsköpunarsjóði 15. september 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×