Innlent

Forsætisráðherra fundar með Tony Blair

Mynd/GVA

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir eiginkona hans halda til Bretlands á þriðjudag næstkomandi þar sem forsætisráherra mun meðal annars eiga fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Þá mun forsætisráðherra einnig heimsækja íslensk fyrirtæki og ávarpa fulltrúa úr bresku fjármála- og atvinnulífi. Heimsókn þeirra hjóna lýkur síðdegis á föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×