Innlent

Reykræsta þurfti vegna bruna í geymslu

MYND/Teitur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að húsnæði á Skemmuveginum á tíunda tímanum í kvöld. Í húsinu eru nokkur fyrirtæki en eldur kom upp í einni geymslu þar inni. Búið er að slökkva eldinn og er verið að reykræsta. Ekki er talið að um verulega skemmdir sé að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×