Innlent

Hlutabréf lækka eftir matslækkun

Kauphöllin.
Kauphöllin. MYND/GVA

Hlutabréf hafa lækkað mikið í verði í dag eftir að matsfyrirtækið Fitch Rating breytti horfum á lánshæfismati ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Hlutabréf fóru yfir 6.800 stig í morgun en eftir að Fitch Rating tilkynnti niðurstöðu sína lækkuðu hlutabréfin snöggt og fóru undir 6.500 stig. Síðan þá hafa hlutabréf hækkað nokkuð og farið upp fyrir 6.500 stig.

Að sögn Paul Rawkins, sérfræðings í lánshæfismati ríkissjóða hjá Fitch Ratings, eru vísbendingar um talsvert aukna áhættu í þjóðarbúskapnum vegna viðskiptahalla og hratt vaxandi erlendra skulda. Hann segir að þó vitað hafi verið af ofhitnun í íslenska hagkerfinu hafi þróunin verið óhagstæðari en fyrirtækið bjóst við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×