Innlent

Olía í höfninni í Sandgerði

MYND/Gunnar V. Andrésson

Lögreglu í Keflavík var gert viðvart um allstóran olíuflekk í höfninni í Sandgerði um hádegisbilið í dag. Heilbrigðisfulltrúi Suðurnesja segir magnið ekki mikið en engu að síður sé flekkurinn nokkuð stór að flatarmáli.

Starfsmenn hafnarinnar vinna nú í að hreinsa upp úr höfninni og er búist við að það starf endist eitthvað fram eftir degi. Sem betur fer hafa engir fuglar sest í brákina og vona menn að náist að hreinsa allt upp áður en bjarga þurfi fuglum. Lögreglan rannsakar nú hvaðan olían kom og hvernig það vildi til að hún slapp út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×