Innlent

Loðnukvótinn aukinn í annað sinn

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra jók loðnukvóta íslenskra skipa í dag um tuttugu þúsund tonn. Íslensk skip mega því veiða rétt rúmlega 170 þúsund tonn af loðnu á yfirstandandi vertíð.

Þetta er í annað skiptið á vertíðinni sem loðnukvótinn er aukinn. Upphaflega var úthlutað tæplega 50 þúsund tonna kvóta en hann fljótlega aukinn um hundrað þúsund tonn.

Nú er búið að veiða 95 þúsund tonn, eða rúmlega helming þess sem leyfilegt er en óvíst er hvort takist að klára kvótann. Þó vel hafi gengið að veiða loðnuna hafa útgerðir farið sér varlega því reynt er að frysta sem stærstan hluta aflans til að fá sem mest verðmæti fyrir þann litla kvóta sem hefur verið úthlutað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×