Innlent

Fiskhrogn gegn húðsjúkdómum

Nú geta snyrtistofur farið að bjóða upp á hrognaböð.
Nú geta snyrtistofur farið að bjóða upp á hrognaböð. MYND/Getty

Nýtt húðkrem sem meðal annars er búið til úr ensími úr hrognum og gelatíni úr fiski hefur reynst vel gegn húðsjúkdómum eins og exemi og sóríasis. Ensímið var fyrst greint í Noregi á níunda áratugnu. Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta, www.skip.is.

Það voru starfsmenn fiskvinnslustöðvar í Björgvin í Noregi sem tóku eftir því að hendur þeirra sem unnu allan daginn í köldu vatni við að handleika laxaseiði og hrogn voru silkimjúkar, í stað þess að vera rauðar og sprungnar, eins og búast hefði mátt við. Upp úr því hófust rannsóknir á ensíminu zonase sem meðal annars hefur þann tilgang að koma seiðunum úr hrognunum. Þær leiddu í ljós að ensímið getur hjálpað við niðurbrot dauðra húðfruma án þess að skaða nýjar og lifandi frumur. Ensímið eykur einnig vöxt nýrra húðfruma þeirra sem þjást af sóríasis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×