Erlent

Bóluefni gegn offitu hefur jákvæð áhrif á rottur

Offita gæti verið á undanhaldi ef bóluefni bandarískra vísindamanna virkar jafnvel á menn og það virkar á rottur.
Offita gæti verið á undanhaldi ef bóluefni bandarískra vísindamanna virkar jafnvel á menn og það virkar á rottur.

Bandarískir vísindamenn segjast nú hafa þróað bóluefni gegn offitu. Bóluefnið lætur líkamann þróa mótefni gegn grelíni, sem er hormón sem hvetur hungur og þyngdaraukningu.

Vísindamennirnir segja of feitar rottur sem fengu bóluefnið hafa þyngst minna en rottur sem átu sama magn en ekki voru sprautaðar með bóluefninu. Breskur vísindamaður sem mikið hefur rannsakað offitu segir rannsóknina áhugaverða, en að hann sé ekki enn sannfærður um að aðferðin sé örugg fyrir fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×