Innlent

Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar

MYND/Teitur Jónasson

Flugvél frá flugfélaginu New Sealand var snúið til Keflavíkurflugvallar þegar uppgötvaðist að einhver ólestur var á kælingu tækja. Vélin var þá stödd 514 sjómílur í suðvestur af Íslandi og lenti vélin heilu og höldnu í Keflavík í morgun.

Í vélinni, sem er af gerðinni Boing 747, voru 382 farþegar og voru þeir aldrei í hættu að því er fram kemur í fréttatilkynningu Flugmálastjórnar. Öll venjubundin neyðarúrræði voru þó til staðar og voru slökkvibílar viðbúnir. Lendingin gekk hins vegar eins og í sögu og þurfti því ekki að grípa til þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×