Innlent

Glitnir tekur við af Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur skipt um nafn og heitir nú Glitnir. Þetta er gert vegna aukinnar alþjóðlegrar starfsemi bankans. Um þúsund starfsmönnum, íslenskum, norskum, frá Bretlandi og Lúxembúrg, hafði verið stefnt í Háskólabíó klukkan 6 í gær til að kynna þeim breytingar á starfseminni.

Og eftir töluverða sýningu var leyndarmálinu ljóstrað upp. Nafni bankans hefur verið breytt úr Íslandsbanka í Glitnir, en bankinn á reyndar fjármögnunarfyrirtæki með sama nafni. Nú verður hins vegar öll starfsemin undir þessu nýja nafni. Forstjóri bankans segir gamla nafnið þó líklega eitt hið besta sem hægt væri að hugsa sér, á Íslandi að minnsta kosti.

Nýja nafnið er sótt í norræna goðafræði, en Glitnir var var heimili sonar Baldurs og þaðan gengu allir sáttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×