Innlent

Tómt mál að ganga í EMU en vera utan ESB

Bæði Evrópusinnar og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu, segja tómt mál að tala um að taka upp evruna án þess að ganga í sambandið, eins og viðskiptaráðherra hefur reifað.

Valgerður Sverrisdóttir vill skoða þann möguleika að taka upp evruna og ganga í Myntbandalag Evrópu, -án þess þó að ganga í Evrópusambandið sjálft. Þetta kemur fram í nýlegum pistli sem birtist á heimasíðu hennar. Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópustofnunnar Háskólans á Bifrösft segir þetta ekki hægt í reynd. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng og það gerir einnig Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og vararformaður Heimssýnar.

Valgerður sagði í pistlinum -að ekkert í rómarsáttmálanum kæmi í veg fyrir að Ísland taki upp evruna eða yrði aðili að Myntbandalaginu, án þess að verða aðili að Evrópusambandinu. Hún impraði síðan á þessu þegar fréttastofa rakst á hana utan við Alþingishúsið í gær. Þetta segire Eiríkur Bergmann óskiljanlegt, enda hafi rómarsáttmálinn verið gerður áratugum áður en nokkur fór að hugsa um myntbandalag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×