Innlent

Mikill viðbúnaður en lítil hætta

Slökkvibílar frá öllum stöðvum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar að Engihjalla 17 þar sem reykur stóð af svölum á fimmtu hæð fjölbýlishúss. Ekki reyndist þó mikil hætta á ferð því reykurinn var frá grilli sem stóð á svölunum.

Vegna þess hversu stórt fjölbýlishúsið er og hversu margir búa þar var engin áhætta tekin þegar tilkynning barst um reyk í húsinu. Þegar í ljós kom hvað var á seyði var slökkviliðið fljótt að fara aftur til stöðva sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×