Innlent

Deilt um vatnalög

Frumvarp um vatnalög er meingallað og hefur þegar sett störf þingsins úr skorðum, segir forysta stjórnarandstöðunnar, en frumvarpið hefur verið rætt í 25 klukkustundir samtals.

Enn bíður á annan tug þingmanna eftir að tjá sig en þingmenn stjórnarandstöðu mótmæltu harðlega í dag ákvörðun þingforseta um setja þing á morgun og laugardag til að ljúka umræðunni enda sé ekki gert ráð fyrir því í starfsáætlun þingsins. Búist er við hörðum umræðum við upphaf þingfundar klukkan tíu í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×