Innlent

Ölvaður ökumaður velti bíl sínum á Garðsvegi

Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Garðsvegi í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn missti jafnvægið og kútveltist eftir veginum. Bæði ökumaðurinn og farþegi í bílnum sluppu með skrámur, sem gert var að á heilbrigðisstofnuninni. Kranabíl þurfti til að fjarlægja bílflakið af veginum og koma honum í geymslu, en mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í Keflavík í nótt. Það var því strembinn morgun hjá ökumanninum að vakna timbraður og skrámaður, og það í steininum, búinn að missa bílprófið, bíllinn ónýtur og fjársektir yfirvofandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×