Lífið

Til bóta ef kílóin fjúka

Baksund. Guðjón Arnar syndir 30-40 ferðir þegar hann fer í sund. Hér syndir hann baksund, en hann er nokkurn veginn jafnvígur á allar sundaðferðirnar.
Baksund. Guðjón Arnar syndir 30-40 ferðir þegar hann fer í sund. Hér syndir hann baksund, en hann er nokkurn veginn jafnvígur á allar sundaðferðirnar.

Guðjón Arnar Kristjánsson alþingismaður hefur stundað sundlaugarnar undanfarin tvö ár af miklum dugnaði. Ég reyni að koma því við eins oft og ég get að skella mér í sund, segir þingmaðurinn, sem syndir að meðaltali tvisvar í hverri viku.

Ég reyni að sleppa aldrei úr viku en það er mjög misjafnt hvað ég syndi mikið í hvert skipti. Það getur verið allt frá 300 metrum upp í kílómetra. Þegar ég fer í sundlaugina í Mosfellsbæ þá syndi ég 30-40 ferðir. Það er alveg ágætt, segir Guðjón og bætir því við að þetta sé nú aðallega heilsubót. Ef einhver kíló fjúka þá er það bara til bóta.

Í varmárlaug Guðjón Arnar er mikill sundkappi og reynir að sleppa aldrei úr heilli viku frá sundiðkun.Fréttablaðið/hörður

Guðjón reynir að koma við í sundlaugum þegar hann er á ferð um landið en myndi gjarnan vilja hafa tíma til að komast oftar í sund. Annars fæ ég ágætis útrás yfir sumartímann þegar ég er að puða í kringum sumarhúsið. Hann segist þó ekki vera eins mikill sundgarpur og flokksbróðir hans, Sigurjón Þórðarson. Hann fer létt með að synda einn til tvo kílómetra og syndir mjög oft. Enda held ég að hann eigi enn einhver héraðsmet í Skagafirðinum, segir sundgarpurinn Guðjón Arnar Kristjánsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.