Innlent

Rússar uppljóstruðu um herflutninga Bandaríkjamanna

Rússar gáfu Saddam Hússein upplýsingar um herflutninga Bandaríkjamanna í Írak, í byrjun Íraksstríðsins árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri 210 síðna skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um innrásina í Írak. Hluti hennar er trúnaðarmál, en hluti ekki. Það er ekki trúnaðarmál að í skýrslunni er haldið fram að Rússar hafi aðstoðað Íraka í aðdraganda Íraksstríðsins.

Upplýsingunum var komið á framfæri af rússneska sendiherranum í Bagdad. Í skýrslunni er vitnað í minnisblað til Hússein, þar sem segir að rússar hafi haft uppljóstrara í miðstöð Bandaríkjahers í Qatar. Sá njósnari upplýsti Rússa hvenær bandaríski herinn hyggðist ráðast inn í landið og hvaða leið. Ekki fylgdu upplýsingar um herstyrk og vopnabúnað.

Í skýrslunni kemur einnig fram að uppljóstrarinn í Qatar hafi einu sinni gefið upplýsingar sem reyndust rangar. Engin viðbrögð hafa komið við þessum fréttum frá Rússlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×