Innlent

Ráðamenn eiga að virða reglur rétt eins og stjórnsýslulög

Virði ráðamenn ekki reglur sem þeir sjálfir hafa sett, eins og stjórnsýslulög og álit Umboðsmanns Alþingis, er eins gott að leggja embættið niður segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður. Álit umboðsmanns Alþingis á vali fyrrum félagsmálaráðherra á ráðuneytsstjóra, er mjög harðort en samt ætlar núverandi félagsmálaráðherra ekkert að aðhafast.

Helga Jónsdóttir íhugar nú réttarstöðu sína í ljósi viðbragða ráðamanna þjóðarinnar við harðorðu áliti Umboðsmanns Alþingis um verulega annmarka á þeirri stórnvaldsákvörðun fyrrum félagsmálaráðherra Árna Magnússonar að ráða Ragnhildi Arnljótsdóttur í stöðu ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins í stað Helgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×