Innlent

Skipulagsbreytingar hjá flugmálastjórn

Flugmálastjórn verður skipt upp í ársbyrjun 2007. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra segir breytingarnar muni gera flugmálastjórn mun samkeppnishæfari í baráttu við önnur flugumferðarsvæði.

Aðgreina á þjónustu- og rekstrarhluta flugmálastjórnar annars vegar og stjórnsýsluhlutann hins vegar. Breytingarnar fela í sér að flugumsjónin og rekstur flugvalla verður settur í hlutafélag í eigu ríkisins en áfram verði til stjórnsýslustofnun sem fer með stjórnsýsluhluta flugmálastjórnar. Samgönguráðherra segir breytingarnar skapa Íslendingum sterka samkeppnisstöðu við önnur flugumferðarstjórnarsvæði enda rekstrarumhverfi hlutafélaga mun sveigjanlegra en ríkisstofnanna.

Sturla segir verkefni þetta hafa verið lengi í undirbúningi sem er nú lokið. Flugvellirnir sjálfir verða partur af hlutafélaginu. Margir eru lítið notaðir en ekki stendur þó til að leggja neinn þeirra niður.

Búist er við að breytingarnar taki gildi í ársbyrjun 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×