Innlent

Hæstiréttur staðfesti dóm vegna stórfellds gáleysis

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. MYND/Valgarður Gíslason

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir íslenska ríkinu og fæðingarlækni vegna stófellds gáleysis þegar barn lést skömmu eftir að það fæddist.

Dánarorsökin var alvarlegur súrefnisskortur vegna blæðingar frá æð í fósturyfirborði fylgjunnar, sem hafði laskast við legvatnsástungu, sem læknir framkvæmdi um fjórum klukkustundum áður en barnið fæddist. Barnið var tekið með keisaraskurði nokkru fyrir áætlaðan fæðingardag.

Í héraði var ríki og lækni gert að greiða foreldrum barnsins rúmar 7,6 milljónir króna en upphæðin var lækkuð niður í um 3 milljónir í dómi Hæstaréttar.

Einn dómari af fimm skilaði séráliti og vildi að foreldrunum yrðu greiddar 4,5 milljón í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×