Innlent

Davíð vill stýrivexti í 16 %

Ef Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína í 16 prósent myndu vextir bankanna af yfirdráttarlánum og raðgreiðslusamningum hækka um allt að 25 prósent. Það þýðir að af 500 þúsund króna yfirdrætti yrðu vextir rúm 127 þúsund krónur á ári. Davíð Oddson, seðlabankastjóri, segir í viðtali við fréttastofu Bloomberg í gær að til að halda verðbólgu í skefjum verði bankinn að hækka stýrivexti enn frekar jafnvel í 16 prósent en þeir eru nú 11,5 prósent. Stór hluti landsmanna er með yfirdráttarheimild á tékkareikningi sínum eða hefur skipt visareikningi sínum upp á raðgreiðslur. Hækkun stýrivaxta mun hafa mest áhrif á þá einstaklinga sem slíkt á við og gæti vaxtagreiðslur af yfirdráttarheimildinni eða af raðgreiðsludamningnum hækkað um tugi þúsunda á ári. Lítum á dæmi:

Ef einstaklingur er með 100 þúsunda króna yfirdrátt á tékkaréikningi sínum nú greiðir hann tæplega 21 þúsund krónur í vexti á ári. hækki stýrivextir hins vegar í 16 prósent verða vaxtagreiðslur hans rúmlega 25 þúsund krónur. Hafi sá hinn sami 500 þúsund króna yfirdráttarheimild greiðir hann tæplega 105 þúsund krónur í vexti sem myndi hækka í tæpar 128 þúrund krónur ef stýrivextir hækka.

Sama gildir um raðgreiðslur. Einstaklingur sem sett hefur 100 þúsund krónur á raðgreiðlsur greiðir nú rúmlega 20 þúsund krónur í vexti en við hækkun á stýrivöxtum fer greiðslan í rúmar 25 þúsund krónur. Ef raðgreiðslusamningurinn hljóðar uppá 500 þúsund krónur hækka vaxtagreiðslurnar úr rúmum 103 þúsund krónum í rúm 126 þúsund krónur.

Það er því ljóst að ef Seðlabankinn þarf að bregðast við verðbólgunni á þennan hátt mun pyngjan léttast töluvert hjá mörgum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×