Líklega áfram í gæsluvarðhaldi 24. mars 2006 12:04 MYND/Vísir Allar líkur eru á að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur Nígeríumönnum sem handteknir voru á leið úr landi með yfir átta og hálfa milljón króna í reiðufé í síðustu viku. Talið er að um sé að ræða fjársvikamál sem tengist tölvupóstsendingum. Mennirnir komu til landsins fyrir síðustu helgi frá Kaupmannahöfn. Þeir eru búsettir í Madríd á Spáni. Rökstuddur grunur lék á að mennirnir tengdust brotastarfsemi og voru þeir stoppaðir á leið inni í landið. Það vakti athygli tollvarða að þeir voru með torkennilegt tól á sér svo sem joð, álpappír og svokallaðann flúorlampa. Ákveðið var að stöðva mennina aftur á leið úr landi daginn eftir en þá fundust á þeim 100.000 evrur eða rúm átta og hálf milljón íslenskra króna. Mennirnir gátu ekki gefið skýringar á því hvers vegna þeir höfðu svo mikla fjármuni meðferðis. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim þar sem grunur var á að þeir hefðu stundað fjárglæpastarfsemi. Í fyrradag voru tveir Íslendingar handteknir vegna málsins. Talið var að þeir hefðu framið refsivert brot en þeim var hins vegar sleppt í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum NFS er talið að fjársvikamálið tengist tölvupóstsendingu. Nígerísku mennirnir tveir höfðu fé af Íslendingum með því að sannfæra þá um að þeir gætu öðlast skjótfenginn gróða með því einu að leggja fram fé. Nokkuð hefur verið um það að Íslendingum hafi borist tölvupóstur frá erlendum aðilum þar sem fé er lofað gegn því að fólk leggi fram ákveðnar peningaupphæðir. Ítrekað hefur verið varað við slíkum póstum og fólki bent á að senda slík tölvupóstskeyti áfram til Ríkislögreglustjóra. Gæsluvarðahald yfir Nígeríumönnunum rennur út í dag og eru allar líkur á að krafist verði framlengingar á því. Rannsókn málsins miðar vel og telur lögreglan góðar líkur á að rannsókn verði lokið fyrir lok næstu viku. Fréttir Innlent Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Allar líkur eru á að krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur Nígeríumönnum sem handteknir voru á leið úr landi með yfir átta og hálfa milljón króna í reiðufé í síðustu viku. Talið er að um sé að ræða fjársvikamál sem tengist tölvupóstsendingum. Mennirnir komu til landsins fyrir síðustu helgi frá Kaupmannahöfn. Þeir eru búsettir í Madríd á Spáni. Rökstuddur grunur lék á að mennirnir tengdust brotastarfsemi og voru þeir stoppaðir á leið inni í landið. Það vakti athygli tollvarða að þeir voru með torkennilegt tól á sér svo sem joð, álpappír og svokallaðann flúorlampa. Ákveðið var að stöðva mennina aftur á leið úr landi daginn eftir en þá fundust á þeim 100.000 evrur eða rúm átta og hálf milljón íslenskra króna. Mennirnir gátu ekki gefið skýringar á því hvers vegna þeir höfðu svo mikla fjármuni meðferðis. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir þeim þar sem grunur var á að þeir hefðu stundað fjárglæpastarfsemi. Í fyrradag voru tveir Íslendingar handteknir vegna málsins. Talið var að þeir hefðu framið refsivert brot en þeim var hins vegar sleppt í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum NFS er talið að fjársvikamálið tengist tölvupóstsendingu. Nígerísku mennirnir tveir höfðu fé af Íslendingum með því að sannfæra þá um að þeir gætu öðlast skjótfenginn gróða með því einu að leggja fram fé. Nokkuð hefur verið um það að Íslendingum hafi borist tölvupóstur frá erlendum aðilum þar sem fé er lofað gegn því að fólk leggi fram ákveðnar peningaupphæðir. Ítrekað hefur verið varað við slíkum póstum og fólki bent á að senda slík tölvupóstskeyti áfram til Ríkislögreglustjóra. Gæsluvarðahald yfir Nígeríumönnunum rennur út í dag og eru allar líkur á að krafist verði framlengingar á því. Rannsókn málsins miðar vel og telur lögreglan góðar líkur á að rannsókn verði lokið fyrir lok næstu viku.
Fréttir Innlent Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira