Innlent

Hlaupið í rénun

MYND/INGI
Vatnsmagnið í Eldvatni er nú komið niður í um það bil 470 rúmmetra á sekúndu, sem er litlu minna en fyrra rennslismet, enda var hlaupið nú það stærsta hingað til. Þegar mest var var rennslið í Eldvatni við Ása rúmir 630 rúmmetrar á sekúndu. Áður en hlaupið hófst var rennslið í vatninu um 23 rúmmetrar á sekúndu og hefur það því næstum þrjátíufaldast þegar hæst stóð.

Hlaupið í Skaftá er óvenjulegt að mörgu leyti. Aldrei fyrr hefur hlaupið brotist út á svo mörgum stöðum en þegar jarðfræðingar flugu yfir jökulinn á laugardag sáu þeir að hlaupið hafði brotið sér leið undan jöklinum á fimm stöðum og var þrýstingingurinn frá vatninu svo mikill að vatnið sprengdi sér leið gegnum ísmassann. Eins er þetta í fyrsta skipti sem hluti hlaupsins fer í Tungnaá og út í söfnunarlón fyrir virkjanirnar í Þjórsá. Ekki er þó talið að framburður í flóðinu hafi áhrif á vélar rafstöðvannna þar.

Jarðvísindamenn bíða þess nú að flugveður verði yfir jöklinum þannig að hægt verði að skoða sigketilinn en vitað var að hann var orðinn fullur áður en hlaupið hófst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×