Lífið

Nick Cave á leið til landsins

Nick Cave
MYND/VÍSIR

Tónlistarmaðurinn Nick Cave er aftur á leið til landsins. Áætlað er að hann haldi tónleika í Laugardalshöllinni 16. september.

Mörgum er enn í fersku minni þegar hann kom hingað til lands fyrir fjórum árum og hélt tvenna tónleika við mikinn fögnuð gesta. Þar fyrir utan vakti það mikla athygli þegar hann kom hingað til lands í fyrra til að vera viðstaddur frumsýningu á uppfærslu Vesturports á Woyzeck en hann samdi tónlistina fyrir verkið.

Tilkynnt verður um miðasölu síðar. Það er Hr. Örlygur sem stendur fyrir tónleikum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.