Innlent

Skíðafæri gott víða um land

Mynd/Valli

Skíðasvæði eru opin víða um land í dag, nægur er snjórinn og færi er víðast hvar gott. Skíðavikan á Ísafirði fer vel af stað. Þar er troðinn þurr snjór, heiðskýrt og logn. Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið til klukkan fimm í dag. Eins og er, er þar lítilsháttar skafrenningur en skíðafæri annars gott. Í Hlíðarfjalli verða allar lyftur opnar og flestar skíðaleiðir troðnar. Í Oddskarði er sól og blíða og gott skíðafæri. Þar verður opið til sex en síðan opnar á ný í kvöld frá klukkan átta til ellefu. Skíðafæri í Bláfjöllum er frekar hart og skíðaleiðir mjórri en venjulega svo fólki er bent á að fara varlega. Þar verður opið til klukkan sex í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×