Erlent

Utanríkisráðherra Qatar og forseti Palestínu hittast

Utanríkisráðherra Qatar, Sjeik Hamad bin Jassim bin Jabr al-Thani, til vinstri, og Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sem einnig er þekktur sem Abu Mazen, tala við fréttamenn eftir fundinn.
Utanríkisráðherra Qatar, Sjeik Hamad bin Jassim bin Jabr al-Thani, til vinstri, og Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas sem einnig er þekktur sem Abu Mazen, tala við fréttamenn eftir fundinn. MYND/AP

Utanríkisráðherra Qatar fundaði með yfirvöldum í Palestínu í gær í von um að sætta andstæðar fylkingar í forystu stjórnarinnar.

Sheikh Hamad Bin Jasseem hitti forseta Palestínu og yfirmann Fatah flokksins, Mahmoud Abbas, í þeirri von að með samvinnu verði aðstoð vesturlanda á Gaza og vesturbakkanum komið á aftur.

Vesturlönd hættu stuðningi við stjórn Palestínu í mars, þegar Hamas samtökin komu Fatah flokknum frá völdum í þingræðislegum kosningum.

Ekki var tilkynnt um framvindu viðræðnanna, en haft var eftir Abbas að málið væri í góðum farvegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×