Silvía Nótt til Aþenu? 19. febrúar 2006 19:30 Þótt Silvía Nótt hafi sigrað í keppninni um framlag Íslands í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva er óvíst að hún flytji lagið í Aþenu því kærumál gegn laginu er enn í gangi. Margir hafa líkt athyglinni sem lagið og flytjandinn hafa fengið við farsa. Það kom fáum á óvart að lagið Til hamingju Ísland vann yfirburðarsigur í forkeppni söngvakeppninnar sem haldin var í gær. Lagið hlaut meira en sjötíu þúsund atkvæði af þeim rúmlega hundraðþúsund atkvæðum sem bárust. Höfundur lagsins er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hann var að vonum ánægður með úrslitin og sagði næstu daga og vikur fara í að laga lagið að þörfum Evrópu. Aðspurður hvort Silvía Nótt myndi flytja lagið í Aþenu í maí sagði Þorvaldur að það ætti alveg eftir að taka ákvörðun um hvert framhaldið yrði en það myndi skýrast á næstunni. Margir sem kusu lag Þorvaldar í gærkvöldi voru líklega að kjósa flytjandann. Við hittum Silvíu Nótt í dag þar sem hún var stödd á hótelherbergi í Reykjavík. Hún gat þó ekki rætt við okkur sökum annarlegs ástands en mikill gleðskapur var hjá stúlkunni í gær. Sumir hafa líkt fárinu í kringum lag Þorvaldar við farsa. Mikill styrr stóð um lagið um tíma en nokkrir höfundar sem áttu lag í keppninni voru óhressir með að það fengi að taka þátt þar sem lagið lak út á netið áður en það var frumflutt í keppninni. Kristján Hreinsson skáld sagði í samtali við fréttastofu að lögmenn hans væru nú að skoða hvort og þá hvernig best sé að halda málinu til streitu og útilokaði hann ekki að málið yrði sent til menntamálaráðherra til úrskurðar. Það skýrist síðar í vikunni. Þorvaldur Bjarni sagðist ýmsu vanur enda tekið þátt áður í keppnum sem þessari. Hvað sem öllu líður þá má með sanni segja að atriði Silvíu Nóttar hafi vakið mikla athygli þjóðarinnar og sýnist sitt hverjum. Hvað gerist í Aþenu í maí getur tíminn einn leitt í ljós Og eins og fram kom gæti kærumálið haldið áfram og endað á borði menntamálaráðherra. Það gæti því orðið hlutskipti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur að úrskurða um hvort Silvía Nótt komist alla leið til Aþenu. Fréttir Innlent Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Þótt Silvía Nótt hafi sigrað í keppninni um framlag Íslands í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva er óvíst að hún flytji lagið í Aþenu því kærumál gegn laginu er enn í gangi. Margir hafa líkt athyglinni sem lagið og flytjandinn hafa fengið við farsa. Það kom fáum á óvart að lagið Til hamingju Ísland vann yfirburðarsigur í forkeppni söngvakeppninnar sem haldin var í gær. Lagið hlaut meira en sjötíu þúsund atkvæði af þeim rúmlega hundraðþúsund atkvæðum sem bárust. Höfundur lagsins er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Hann var að vonum ánægður með úrslitin og sagði næstu daga og vikur fara í að laga lagið að þörfum Evrópu. Aðspurður hvort Silvía Nótt myndi flytja lagið í Aþenu í maí sagði Þorvaldur að það ætti alveg eftir að taka ákvörðun um hvert framhaldið yrði en það myndi skýrast á næstunni. Margir sem kusu lag Þorvaldar í gærkvöldi voru líklega að kjósa flytjandann. Við hittum Silvíu Nótt í dag þar sem hún var stödd á hótelherbergi í Reykjavík. Hún gat þó ekki rætt við okkur sökum annarlegs ástands en mikill gleðskapur var hjá stúlkunni í gær. Sumir hafa líkt fárinu í kringum lag Þorvaldar við farsa. Mikill styrr stóð um lagið um tíma en nokkrir höfundar sem áttu lag í keppninni voru óhressir með að það fengi að taka þátt þar sem lagið lak út á netið áður en það var frumflutt í keppninni. Kristján Hreinsson skáld sagði í samtali við fréttastofu að lögmenn hans væru nú að skoða hvort og þá hvernig best sé að halda málinu til streitu og útilokaði hann ekki að málið yrði sent til menntamálaráðherra til úrskurðar. Það skýrist síðar í vikunni. Þorvaldur Bjarni sagðist ýmsu vanur enda tekið þátt áður í keppnum sem þessari. Hvað sem öllu líður þá má með sanni segja að atriði Silvíu Nóttar hafi vakið mikla athygli þjóðarinnar og sýnist sitt hverjum. Hvað gerist í Aþenu í maí getur tíminn einn leitt í ljós Og eins og fram kom gæti kærumálið haldið áfram og endað á borði menntamálaráðherra. Það gæti því orðið hlutskipti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur að úrskurða um hvort Silvía Nótt komist alla leið til Aþenu.
Fréttir Innlent Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira