Innlent

Ekki óhugsandi að semja mætti um evruna

Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir mjög merkilegt að iðnaðar- og viðskiptaráðherra lýsi opinberlega yfir áhuga á að Ísland taki upp evruna í stað íslensku krónunnar, án þess þó að ganga í Evrópusambandið. Hann segir að áhugavert yrði að fylgjast með viðbrögðum Evrópusambandsins ef íslensk stjórnvöld leggðu fram formlega beiðni um að fá að taka upp evruna og ekki fráleitt að athuga þann möguleika.

Baldur segir Evrópusambandið hafa verið opið fyrir samningum við Ísland, Liechtenstein og Noreg, sem væru þegar að miklu leyti hluti af innri markaði ESB. Enginn hefði trúað því fyrir einum og hálfum áratug að þessi lönd myndu ná svo góðum samningum sem þau gerðu um evrópska efnahagssvæðið og því sé ekki óhugsandi að komast mætti að samkomulagi um upptöku evrunnar án þess að til fullrar aðildar kæmi.

Valgerður Sverrisdóttir sagði í pistli á heimasíðu sinni, að ekkert í reglum Evrópusambandsins banni beinlínis að ríki sem ekki séu aðilar að Evrópusambandinu, og að þetta sé möguleiki sem vert sé að athuga. Að mati Tryggva Þórs Herbertssonar forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er þó afar hæpið að framkvæmdastjórn ESB samþykkti aðild að myntbandalagi Evrópu án fullrar aðildar að Evrópusambandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×