Innlent

Baráttufundur kvenna á Dubliners

MYND/Pjetur Sigurðsson

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni efndi Feministafélagið Bríet til baráttufundar á Döbbliners í kvöld. Á fundinum sveif andi fyrri tíma yfir með viðeigandi veggspjöldum og slagorðum. Minnst var upphafs kvennabaráttunnar meðal annars með því að lesa úr ræðu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur frá árinu 1887 og nútímafeministar ræddu um það sem stendur þeim næst. Þá var mister Lilla með tónlistargjörning og Edda Björgvinsdóttir flutti gamanmál. Á fundinum voru líka rædd ýmis baráttumál kvenna eins og ofbeldi gegn konum, kynjafræði og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×